Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tilkynna innbrot

Hringdu 112 ef þig grunar að einhver sé enn á vettvangi

Almennt

Ef þig grunar að brotist hafi verið inn hjá þér:

  1. Hugsaðu um öryggi þitt! Gakktu úr skugga um að enginn sé enn á staðum. Farðu ekki inn ef þú er ekki viss.

  2. Forðastu að snerta hluti. Ekki ganga um vettvanginn eða snerta hluti. Það getur skemmt sönnunargögn.

  3. Hafðu samband við lögreglu í síma 112

Upplýsingar sem lögregla þarf

Lögregla þarf að fá:

  • nákvæmar upplýsingar um hvar innbrotið átti sér stað,

  • nafn þitt, kennitölu og heimilisfang,

  • upplýsingar um grunaðan, eins og útlit eða farartæki.

Að vernda vettvang glæps

Til þess að vernda vettvanginn skalt þú:

  • ekki ganga um vettvanginn eða snerta hluti,

  • ekki hleypa öðru fólki inn á vettvanginn,

  • ekki henda neinu eða taka til.

Þegar lögregla kemur

Vertu á staðnum eða láttu einhvern sem þekkir húsnæðið vera til taks.

Lögregla þarf upplýsingar:

  • um hvað vantar,

  • um hvað hefur verið skemmt, flutt eða breytt,

  • um ókunnuga muni sem gætu verið eftir innbrotsþjófinn,

  • ef þú hefur tekið eftir torkennilegum mannaferðum í hverfinu.

Þjónustuaðili

Lögreglan