Tilkynna innbrot
Hringdu 112 ef þig grunar að einhver sé enn á vettvangi
Almennt
Ef þig grunar að brotist hafi verið inn hjá þér:
Hugsaðu um öryggi þitt! Gakktu úr skugga um að enginn sé enn á staðum. Farðu ekki inn ef þú er ekki viss.
Forðastu að snerta hluti. Ekki ganga um vettvanginn eða snerta hluti. Það getur skemmt sönnunargögn.
Hafðu samband við lögreglu í síma 112
Upplýsingar sem lögregla þarf
Lögregla þarf að fá:
nákvæmar upplýsingar um hvar innbrotið átti sér stað,
nafn þitt, kennitölu og heimilisfang,
upplýsingar um grunaðan, eins og útlit eða farartæki.
Að vernda vettvang glæps
Til þess að vernda vettvanginn skalt þú:
ekki ganga um vettvanginn eða snerta hluti,
ekki hleypa öðru fólki inn á vettvanginn,
ekki henda neinu eða taka til.
Þegar lögregla kemur
Vertu á staðnum eða láttu einhvern sem þekkir húsnæðið vera til taks.
Lögregla þarf upplýsingar:
um hvað vantar,
um hvað hefur verið skemmt, flutt eða breytt,
um ókunnuga muni sem gætu verið eftir innbrotsþjófinn,
ef þú hefur tekið eftir torkennilegum mannaferðum í hverfinu.
Þjónustuaðili
Lögreglan