Almennt
Þú kærir brot þegar þú:
veist hver braut gegn þér, eða
hefur einhvern grunaðan
Kærumóttaka lögreglu
Til að kæra þarft þú að mæta á lögreglustöð í þínu umdæmi og gefa skýrslu. Að gefa skýrslu og leggja fram kæru hjá lögreglu er kallað kærumóttaka.
Hægt er að:
hringja í lögreglu á þínu svæði
senda tölvupóst
Börn yngri en 18 ára
Börn yngri en 18 ára geta haft samband við lögreglu eða fengið einhvern sem þau treysta til að tala fyrir sína hönd. Foreldri eða forráðamaður verður þó að leggja fram formlega kæru fyrir þeirra hönd.
Ef forráðamaður er ekki tiltækur geta aðrir opinberir aðilar lagt fram kæru, til dæmis Barnavernd.

Þjónustuaðili
Lögreglan