Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Að leggja fram kæru vegna brots

Rannsókn máls

Eftir að lögreglu berst kæra er málið athugað og næstu skref ákveðin. Stundum er tekin skýrsla af öðrum sem tengjast málinu.

Rannsókn hefst

Í mörgum tilvikum fer af stað rannsókn hjá lögreglunni. Við rannsókn sakamáls fara að jafnaði fram:

  • skýrslutökur af sakborningi og vitnum, þar á meðal brotaþola.

  • öflun annarra nauðsynlegra sönnunargagna.

Rannsókn lýkur

Að lokinni rannsókn er mál sent ákæranda til meðferðar. Þá gerist eitt af eftirfarandi:

  • Málið er sent aftur til rannsóknar.

  • Málið er fellt niður.

  • Málinu lýkur án ákæru.

  • Ákæra er gefin út.

Rannsókn hætt

Lögregla getur hætt rannsókn ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram. Ástæður geta verið:

  • í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist.

  • brot er smávægilegt og það er hægt að sjá fyrir að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað.

Kærunni vísað frá

Ef lögreglan hefur ekki rannsókn á málinu þýðir það að kærunni sé vísað frá. Lögreglu ber að tilkynna kæranda um frávísun kærunnar og það er hægt að óska eftir rökstuðningi lögreglu fyrir þeirri ákvörðun.

Ákvörðunina um frávísun má kæra til ríkissaksóknara. Fresturinn til þess er 1 mánuður.

Þjónustuaðili

Lögreglan