Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Að leggja fram kæru vegna brots

Bóka tíma í kærumóttöku

Það er mælt með því að senda inn beiðni um tíma í kærumóttöku.

Innskráning er með rafrænum skilríkjum.

Upplýsingar sem þurfa að fylgja

Þegar óskað er eftir tíma í kærumóttöku er gott að hafa svörin við þessum spurningum tilbúin:

  • Hvert er efni kærunnar, hvað gerðist? Hvenær gerðist það og hvar?

  • Hvaða tími hentar best til að koma á lögreglustöð?

  • Hvaða lögreglustöð er best að koma á?

  • Þarftu aðstoð túlks?

Fylgigögn

Þegar beiðni um tíma í kærumóttöku er send er gott að sem mestar upplýsingar fylgi. Þetta eru gögn sem viðkomandi hefur undir höndum og geta varpað ljósi á málið, til dæmis:

  • skrifleg gögn,

  • myndir,

  • myndbönd eða annað.

Eftir tími í kærumóttöku er bókaður

Þegar óskað hefur verið eftir tíma hefur lögreglan samband og einstaklingi er boðinn tími. Lögreglan reynir að koma til móts við alla hvað varðar tímasetningu, en því miður er það ekki alltaf hægt.

Ef það er ekki hægt þá er sá tími gefinn upp sem er laus og viðkomandi beðinn um að staðfesta hann.

Þjónustuaðili

Lögreglan