Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þegar lögreglan rannsakar mál

Telji lögregla tilefni til að hefja rannsókn sakamáls á grundvelli framkominna upplýsinga hefst rannsókn málsins. Við rannsókn sakamáls fara að jafnaði fram:

  • Skýrslutökur af sakborningi og vitnum, þar á meðal brotaþola.

  • Öflun annarra nauðsynlegra sönnunargagna.

Við rannsóknina ber lögreglu að vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar.

Rannsókn hætt

Lögregla getur hætt rannsókn ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram. Ástæður geta verið:

  • Í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist.

  • Brot er smávægilegt og það er hægt að sjá fyrir að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað.

Ekki er skylt að gefa þeim sem hlut eiga að máli kost á að tjá sig áður en slík ákvörðun er tekin. Ákveði lögregla að hætta rannsókn málsins ber henni að tilkynna þeim sem hagsmuna hafa að gæta um ákvörðunina. Unnt er að óska eftir rökstuðningi lögreglu fyrir þeirri ákvörðun.

Ákvörðunin kærð

Ákvörðun lögreglu um að hætta rannsókn má kæra til ríkissaksóknara og er kærufrestur einn mánuður. Ríkissaksóknara ber að taka afstöðu til kærunnar innan þriggja mánaða frá því að hún berst embættinu.

Þjónustuaðili

Lögreglan