Þung bifhjól
Akstursréttindi fyrir þung bifhjól
Til þess að fá akstursréttindi á þungt bifhjól, þarf ökumaður að:
hafa náð aldursskilyrðum
vera búin með viðeigandi ökunám eða ökuréttindi
Öryggi þitt á bifhjóli
Í samstarfi við Ökukennarafélagið og umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur Samgöngustofa tekið saman eftirfarandi atriði sem vert er að tileinka sér svo hægt sé að njóta bifhjólaaksturs á sem öruggastan hátt. Góða ferð.
Hvað er bifhjól?
Í umferðarlögum er bifhjól skilgreint sem:
Vélknúið ökutæki sem ekki telst bifreið, dráttarvél eða torfærutæki og er aðallega ætlað til farþega- eða farmflutninga, á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, eða á þremur eða fleiri hjólum með sprengirými yfir 50 sm³ sé það búið brunahreyfli og hannað til hraðari aksturs en 45 km á klst.
Þessi hjól eru yfirleitt kölluð þung bifhjól og eru þau með bláum skráningarnúmerum á hvítum grunni.
Þau geta krafist ólíkrar hæfni ökumanns, aksturslags, líkamsbeitingu, búnaðar o.s.frv. - allt eftir því til hverskonar aksturs þau eru ætluð. Þótt ökumaður sé vel þjálfaður til að aka einni gerð af hjóli er ekki þar með sagt að það eigi við um aðrar gerðir hjóla.
Hér eru nánari upplýsingar um létt bifhjól sem aðrar reglur gilda um.
Öryggisbúnaður, fatnaður og hjólið sjálft
Vertu viss um að búnaðurinn sé merktur CE stöðlum og ætlaður fyrir bifhjól og tiltekna notkun þess.
Akstur á þungu bifhjóli
Hafið eftirfarandi í huga við akstur á þungu bifhjóli.
Annað sem vert er að hafa í huga
Fylgdu umferðarreglum - sjálfs þíns vegna
Umferðarreglur og ýmsar þær takmarkanir sem þeim fylgja eru fyrst og fremst til að tryggja öryggi þitt og annarra í umferðinni. Förum því að lögum og reglum - þær eru ekki tilviljun.
Ýmsar mýtur og kjaftasögur eru til réttlætingar á ýmisskonar áhættuhegðun og akstursmáta sem er á skjön við lög og reglur. Ekki trúa þeim. Eins og fyrr sagði eru þessar reglur engin tilviljun og byggja á ítarlegum rannsóknum og reynslu sem vera kann að þú hafir ekki.
Lög og reglur
Þjónustuaðili
Samgöngustofa