Létt bifhjól eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum, bæði raf og bensíndrifin. Létt bifhjól hafa hámarksafl, mest 50 cc bensínvél eða 4 kW rafmagnsmótor, og skiptast í tvo flokka, eftir hönnunarhraða hjóls.
Létt bifhjól í báðum flokkum þurfa að uppfylla ýmis skilyrði.
Til að skilgreina í hvaða flokk létt bifhjól fellur í, þurfa skráningargögn frá framleiðanda um hámarkshönnunarhraða að liggja fyrir. Öðrum en framleiðendum er óheimilt að breyta hámarkshraðanum.
Hafa verður í huga að notast sé við rétta mælieiningu um hámarkshönnunarhraða. Þannig þarf að umbreyta mílum á klukkustund (mph) yfir í kílómetra á klukkustund (km/h) þegar við á.
Við innflutning þurfa gögn að sýna fram á að skilyrði um hámarksafl og hámarkshönnunarhraða séu uppfyllt.
Við skráningu léttra bifhjóla í flokki II gilda strangari kröfur um gerð og búnað hjólanna og þarf að sýna fram á að þær séu uppfylltar við skráningarskoðun.
Létt bifhjól
Ökumaður á léttu bifhjóli í flokki I:
þarf að vera orðinn 13 ára
þarf að nota hlífðarhjálm
þarf ekki að hafa ökuréttindi
má ekki keyra með farþega nema hann sé 20 ára eða eldri og eingöngu ef framleiðandi staðfestir að hjólið sé gert fyrir farþega
farþeginn verður þá að sitja fyrir aftan ökumanninn
barn, sjö ára eða yngra, sem er farþegi á bifhjóli, skal sitja í sérstöku barnasæti
Akstur á léttu bifhjól í flokki I
Það er heimilt að aka:
á allt að 25 kílómetra hraða á klukkustund (enda kemst hjólið ekki hraðar)
á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg, ef það er ekki bannað og veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum
á akbraut, en ekki er mælt með því að þessi tæki séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst þótt það sé heimilt
hægra megin á þeirri akrein sem lengst er til hægri. Þó er óhætt að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km
Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða
Létt bifhjól i flokki I eru undanþegin :
Rafmagnshlaupahjól tilheyra ekki flokki bifhjóla heldur flokki smáfarartækja.
Ökumaður á léttu bifhjóli í flokki II:
þarf að vera orðinn 15 ára
þarf að vera með ökuréttindi – B-réttindi eða AM-réttindi
þarf að nota bifhjólahjálm og viðurkenndan hlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli
má ekki keyra með farþega nema hann sé 20 ára eða eldri og eingöngu ef framleiðandi staðfestir að hjólið sé gert fyrir farþega
farþeginn verður þá að sitja fyrir aftan ökumanninn
barn yngra en sjö ára, þarf að sitja í sérstöku barnasæti
barn eldra en sjö ára, verður að ná með fætur niður að fóthvílum bifhjóls, annars þarf það að vera í sérstöku sæti.
Akstur á léttu bifhjól
Það má að aka:
Má ekki aka á:
stígum
gangstígum
hjólreiðastígum
Létt bifhjól i flokki II er :
skoðunarskylt
skráningarskylt
vátryggingarskylt
Bifhjólin afhendast oftast skráð og skoðuð af söluaðila.
Lög og reglur