Ferðast í vondu veðri, miklum vindi eða slæmri færð
Ef hætta er á að veður, vindur eða færð skerði umferðaröryggi þarf að athuga vel aðstæður á akstursleið áður en haldið er af stað, sérstaklega ef ekið er bifreiðum sem taka á sig mikinn vind, eins og:
vörubifreiðar
rútur
bílar með eftirvagna
Á eftirfarandi stöðum má finna upplýsingar um færð og veður, veðurviðvaranir og fleiri upplýsingar þess efnis:
Umferdin.is: Upplýsingar um færð á vegum, ástand vega og vind. Einnig koma þar fram veðurviðvaranir frá Veðurstofunni og þar má sömuleiðis sjá aðstæður í vefmyndavél þar sem þær eru.
Safetravel.is: Aðvaranir um sérstaka hættu, bæði á vegum og annarsstaðar, einkum og sér í lagi vegna veðurs og færðar.
Vedur.is - Viðvaranir: Viðvaranir vegna veðurs. Þegar vænta má sérstaklega slæms veðurs er það birt hér.
Vedur.is - Vindur: Vindstyrkur. Hægt er að velja þann tíma sem ætlunin er að aka og lesa úr litnum á kortinu á þeim stað sem ekið er, hver væntanlegur vindstyrkur verður. Skalann má finna undir kortinu og er hann birtur í metrum á sekúndu.


Sérstök varúðarviðmið vegna vinds fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og aðra tengivagna má finna neðst á þessari síðu.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa