Flokkar ökuréttinda
Ökuréttindaflokkar eru tilgreindir með bókstöfum og táknmynd aftan á ökuskírteinum. Aftan við ökuréttindaflokkana er fyrsti útgáfudagur og lokadagur gildistíma hvers réttindaflokks fyrir sig.
Ekki þarf ökuréttindi til að stjórna léttu bifhjóli á tveimur dekkjum, sem hafa hönnunahraða undir 25km á klukkustund.
Flokkur/tákntala | Aldur | Veitir rétt til að stjórna: |
---|---|---|
AM | 15 | léttu bifhjóli á tveimur eða þremur hjólum , með vélarstærð ekki yfir 50cc. Ekki hannað fyrir meiri hraða en 45 km |
A1 (A72) | 17 | bifhjóli á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, með slagrými sem er ekki yfir 125 sm³, með afl sem er ekki yfir 11kW og með afl og þyngdar hlutfall sem er ekki yfir 0,1 kQ/kg og einnig bifhjóli á þremur hjólum með afl sem er ekki yfir 15 kW, bifhjólum í AM-flokki |
A2 | 19 | tvíhjóla bifhjóli með eða án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,2 kW/kg. Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 35 kW. Ökutæki í Am og A1- flokki og torfærutæki, svo sem vélsleða |
A | 24 | bifhjóli á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns, bifhjóli á þremur hjólum með meira afl en 15 kW, léttu bifhjóli í AM flokki og bifhjóli í A1 og A2 flokki. |
B | 17 | bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við: a. eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd eða b. eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé vagnlest 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd, 3. bifhjóli á fjórum eða fleiri hjólum 4. léttu bifhjóli í AM-flokki, 5. bifhjóli á þremur hjólum í A1-, A2- eða A-flokki með þeirri takmörkun að sá sem er yngri en 21 árs má ekki stjórna slíku bifhjóli með afl yfir 15 kW, 6. dráttarvél í T-flokki 7. vinnuvél (akstur á vegum) og 8. torfærutæki, svo sem vélsleða |
BE | 18 | bifreið í B-flokki í með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd (kerruréttindi) |
C | 21 | bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd |
C1 | 18 | bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3.500 kg en ekki meira en 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd |
CE | 21 | bifreiðum í: C-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, B- og C1-flokki sem tengja má við eftirvagn/tengitæki í BE- og C1E-flokki, D1- og D-flokki með eftirvagn/tengitæki í D1E- og DE-flokki enda hafi viðkomandi réttindi fyrir D1- og D-flokk. |
C1E | 18 | bifreið í C1-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd |
D | 23 | bifreið sem gerð er fyrir fleiri en 8 farþega auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd |
D1 (D75) | 21 | bifreið sem er ekki lengri en 8 m og gerð er fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd |
DE | 23 | bifreið í D-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd,réttindi til að stjórna bifreið í B- og D1-flokki með eftirvagn/tengitæki í BE- og D1E-flokki. Umsækjandi um ökuskírteini fyrir DE-flokk skal hafa ökuskírteini fyrir D-flokk. |
T | 16 | dráttarvél sem tengja má við eftirvagn/tengitæki. Ökuskírteini fyrir T-flokk má veita þeim sem er orðinn 16 ára. Ökuskírteini fyrir A1-, A2-, A- og B-flokk veitir rétt til að stjórna torfærutæki. |
Þjónustuaðili
Samgöngustofa