Öryggisbúnaður við akstur á bifhjóli
Á þessari síðu
Öryggisbúnaður fyrir hjól
Ljós skulu alltaf vera kveikt þegar ekið er á bifhjóli
Hjólbarðar þurfa að hafa eins mikið veggrip og mögulegt er. Í kulda, getur borgað sig að hafa loftþrýstingin allt að 2 pundum undir leiðbeiningum framleiðanda. Ef hjólbarðar eru of stífir, er hætta á að veggrip skerðist.
Öryggisklæðnaður
Bifhjólamenn sjást oft illa og er æskilegt að velja hjálma og hlífðarfatnað í áberandi litum eða með endurskini.
Hjálmur þarf að passa vel höfuð. Meðal endingartími hjálma er um fimm ár og styttri ef þeir hafa orðið fyrir hnjaski. Passa þarf að hjálmarnir séu samkvæmt ECE 22.05 staðli.
Hlífðarfatnaður og hlífar þurfa að vera slitsterk og inni í eða innan undir fatnaðinum þurfa að vera brynjur sem draga úr höggi og alvarlegum meiðslum. Búnaðurinn þarf að vera CE merktur samkvæmt eftirfarandi stöðlum eða sambærilegum:
Jakkar, buxur og samfestingar - CE EN 13595
Bakhlífar - CE EN 1621
Vetrarhanskar helst með góðri hlíf yfir hnúana, henta vel á Íslandi allt árið. Gæta skal þess að hanskarnir séu samkvæmt CE EN 13594 staðli.
Skór og stígvél þurfa að vera með stífum ökkla til að minnka líkur á ökklabroti. Gæta skal þess að skórnir eða stígvélin séu samkvæmt CE EN 13634 staðli.
Hlífðargleraugu veita skjól gegn ryki og skordýrum sem geta valdið skaða á augum. Oft virka slík gleraugu eins og sólgleraugu og geta aukið öryggi til þegar sól er lágt á loft. Gæta skal þess að hlífðargleraugun séu samkvæmt CE EN 1938 staðli.
Hálskragi getur hlíft ökumanni við viðbeinsbroti, ásamt því að draga úr kælingu og þreytu í hálsvöðvum.
Nýrnabelti geta dregið úr alvarlegum meiðslum og skemmdum á líffærum, þá helst nýrum. Skemmdir á nýrum geta helst orðið við akstur mótorkross hjóla en einnig við akstur annarra mótorhjóla. Beltin veita jafnframt stuðning við bakið og henta vel þeim sem eru með bakmeiðsli.
Staðlar
Búnaður | Staðall |
---|---|
Hjálmar | ECE 22.05 |
Jakkar, buxur og samfestingar | CE EN 13595 |
Vetrarhanskar | CE EN 13594 |
Skór og stígvél | CE EN 13634 |
Hlífðargleraugu | CE EN 1938 |
Þjónustuaðili
Samgöngustofa