Ákveðnir sjúkdómar eru tilkynningarskyldir. Tilkynningar þurfa að berast embætti landlæknis frá rannsóknarstofum og meðhöndlandi læknum. Allar upplýsingar eru trúnaðarmál. Tilkynningarskyldir eru þeir sjúkdómar, sjúkdómsvaldar og atburðir sem náð geta mikilli útbreiðslu í samfélaginu og geta jafnframt ógnað almannaheill.
Eftirfarandi gerðir ónæmra sýkla eru tilkynningarskyldir samkvæmt reglugerð:
Breiðvirkir betalaktamasamyndandi sýklar eru tilkynningarskyldur sjúkdómur til sóttvarnalæknis, en til þeirra teljast sjúkdómar sem ógnað geta almannaheill.
Þegar grunur vaknar um þannig sýkingu eða hún hefur verið staðfest nægir að tilkynning komi frá rannsóknarstofu, til sóttvarnalæknis.
Forvarnir og aðgerðir gegn methicillin ónæmum Staphylococcus aureus (MÓSA)
Methicillin ónæmur Staphylococcus aureus (mósa) hefur náð mikilli útbreiðslu víða um heim, valdið sýkingum sem getur verið erfitt að meðhöndla og leitt til aukins kostnaðar innan heilbrigðisþjónustunnar. Mikið hefur verið gert til að sporna við útbreiðslu þeirra á Norðurlöndunum og í Hollandi og hefur tíðni mósa verið lægri í þessum löndum en í öðrum löndum. Sóttvarnalæknir hefur í samvinnu við sýkingavarnadeild og sýkla- og veirufræðideild Landspítala gefið út leiðbeiningar um „Skimun, smitrakningu og sýkingavarnir vegna sýklalyfjaónæmra baktería í heilbrigðisþjónustu“. Fulltrúar úr vinnuhópum frá langlegustofnunum og heilsugæslunni hafa einnig lesið yfir og komir með athugasemdir. Leiðbeiningarnar eru skrifaðar til að samræma aðgerðir gegn mósa á landsvísu og draga úr útbreiðslu hans innan heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi.
Mósa er tilkynningarskyldur sjúkdómur til sóttvarnalæknis, en til þeirra teljast sjúkdómar sem ógnað geta almannaheill.
Þegar grunur vaknar um þannig sýkingu eða hún hefur verið staðfest nægir að tilkynning komi frá rannsóknarstofu, til sóttvarnalæknis.