Sýklalyf og ónæmi: Upplýsingar fyrir almenning
Eitt mesta afrek læknavísindanna er uppgötvun Alexanders Fleming á sýklalyfinu penicillíni árið 1928. Sýklalyf hafa komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla og aðrar alvarlegar afleiðingar smitsjúkdóma.
Fljótlega eftir að notkun sýklalyfja hófst komu fram stofnar baktería sem voru ónæmir fyrir sýklalyfjum. Nú er svo komið að sumar tegundir baktería eru ónæmar fyrir nánast öllum gerðum sýklalyfja. Ónæmi gegn sýklalyfjum hefur farið vaxandi í heiminum sem gerir meðferð ýmissa sýkinga erfiða og dýra.
Skilaboð til almennings
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis