Fara beint í efnið

Styrkveitingar Orkusjóðs

Orkusjóður auglýsir í desember 2024 eftir umsóknum um styrki til kaupa á hreinorku hópbifreiðum.

Umsókn: Hreinorku hópbifreiðar

Orkusjóður auglýsir reglulega eftir umsóknum um styrki vegna verkefna sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Áherslur hverju sinni eru ákveðnar af stjórn sjóðsins.

Styrkir til kaupa á hreinorku hópbifreiðum (flokkar M2 og M3 hjá Samgöngustofu)

Orkusjóður auglýsir styrki til kaupa á hreinorku hópbifreiðum:

  1. Hreinorku strætisvagnar (M2 eða M3) fyrir almenningssamgöngur, hámarks styrkur er 30 milljón krónur.

  2. Hreinorku hópbifreið (M2 eða M3) fyrir ferðaþjónustu (t.d. rúta), hámarks styrkur er 15 milljón krónur.

Skilyrði og skilmálar

  • Styrkhæfar bifreiðar skulu vera aðgengilegar fötluðum og hreyfihömluðum einstaklingum og vera hannaðar og útbúnar með það að markmiði að tryggja slíkt aðgengi.

  • Samningsbundin þjónusta verður að vera til staðar þegar um strætisvagna er að ræða.

  • Styrkir eru 33% kaupverðs (án virðisaukaskatts) að hámarki 30 milljón krónur á strætisvagn en 15 milljón krónur á rútu.

Umsóknartímabil

Sótt er um hér fyrir ofan.

Þjónustuaðili

Orku­stofnun