Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku
Mat og úthlutun
Svo ekki verði dráttur á endurgreiðslum er mikilvægt að bókaútgefendur vandi umsóknirnar sem best. Sé umsókn gölluð er hún ekki afgreidd fyrr en umsækjandi hefur komið henni á réttan kjöl. Sé mikið um þetta dregur það úr afköstum nefndarinnar og bitnar þannig á öllum umsækjendum.
Algengur ástæður tafa á afgreiðslu:
Einstaka kostnaðarliðir hafa þótt óeðlilega háir og umsækjandi er beðinn um rökstuðning.
Nauðsynleg gögn fylgja ekki umsókninni eða að gögn eru óskýr.
Sótt er um endurgreiðslu vegna kostnaðar sem ekki er endurgreiðsluhæfur.
Ekki er hægt að rekja umræddan kostnað beint til útgáfu viðkomandi bókar.
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands