Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.

Bókaútgefendur hafa rétt á að sækja um endurgreiðslu. Í lögunum eru þeir skilgreindir sem einstaklingur, hópur eða lögaðili sem er fjárhagslega ábyrgur fyrir útgáfu bókar. Umsækjandi verður að vera skráður sem virðisaukaskattsskyldur aðili.

Endurgreiðsla varðar eingöngu kostnað við tiltekinna kostnaðarliða við útgáfu bókar (25%). Sjá handbók.

Með bók er átt við ritverk eða ritröð sem er a.m.k. átta blaðsíður að lengd og bundið eða fest á hliðstæðan hátt í kjöl. Undir hugtakið bók falla einnig hljóðupptökur af lestri slíkra verka auk geisladiska og annarra miðla með bókartexta og rafræn útgáfa slíkra verka.

Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.

Innskráning í umsóknarkerfileiðbeiningar umsóknarkerfis

Umsjónarmaður sjóðsins veitir allar frekari upplýsingar og aðstoð alla virka daga frá 9:00-15:00 í síma 515 5841.