Fara beint í efnið

Undirritaðri umsókn um sérfræðileyfi skal fylgja:

  • Námsferill. Staðfesting á að umsækjandi hafi lokið meistara- eða doktorsnámi á því sviði sem sótt er um. Nauðsynlegt er að senda inn staðfestan námsferil (e. transcript) frá viðkomandi háskólastofnun.

  • Námsskrá. Sé heiti námskeiða ekki lýsandi fyrir innihald þeirra er nauðsynlegt að senda inn almenna lýsingu á náminu eða námsskrá (e. syllabus).

  • Verkefni á sérsviði. Komi ekki skýrt fram í þessum gögnum að námið hafi verið á því sviði sem sótt var um getur umsækjandi sent inn frekari gögn eins og námsritgerðir og lýsingar á námi.

  • Lokaverkefni. Óskað er eftir upplýsingum um heiti lokaverkefnis og stuttri lýsingu á því. Gagnlegt er að lokaverkefni fylgi umsókn.

  • Starfsvottorð. Staðfesting á að umsækjandi hafi starfað á því sviði sem óskað er eftir viðurkenningu á ásamt upplýsingum um tímalengd og starfshlutfall. Staðfestingin þarf að vera á bréfsefni vinnustaðarins og vera undirrituð af ábyrgðarmanni/yfirmanni. Til að fullnægja kröfu um fullt starf í tvö ár gæti umsækjandi þurft að leggja fram starfsvottorð frá fleirum en einum aðila. Í öllum tilvikum er nauðsynlegt að fram komi hvert var starfssvið umsækjanda, starfshlutfall og tímalengd ráðningar.

  • Handleiðsla. Staðfesting á að umsækjandi hafi fengið handleiðslu á starfstíma. (Þessi liður á við um sérfræðileyfi í félagsráðgjöf og sérfræðileyfi í sálfræði (50 klst.).

Útfyllta og undirritaða umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis ásamt staðfestum ljósritum af nauðsynlegum gögnum. Með staðfestu ljósriti er átt við að samræmi milli frumrits og ljósrits sé staðfest. Gögn fást staðfest hjá viðkomandi skóla (ef nám var stundað á Íslandi) hjá embætti landlæknis eða hjá sýslumanni.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis