Allar umsóknir eru unnar eins hratt og frekast er unnt. Embætti landlæknis stefnir að því að vinnsla umsókna hefjist ekki síðar en 2 vikum eftir að umsókn berst.
Öllum gögnum þarf að skila inn á íslensku eða ensku.
Löggild þýðing er gerð af löggildum skjalaþýðanda sem staðfestir að þýðingin sé nákvæm og rétt og eftir bestu vitund og getu þýðandans með þar til gerðu innsigli.
Upprunalega skjalið verður að þýða beint, í heild sinni. Undirskriftir, stimplar og innsigli þurfa einnig að vera þýdd.
Þú þarf að hafa samband við lögbært yfirvald í því ríki sem þú menntaðir þig í eða starfað síðast í þínu fagi til að biðja um vottorð sem staðfesta að:
Þú sért með fullt og ótakmarkað leyfi og hafir ekki verið svipt/ur eða leyfið þitt hafi verið takmarkað (letter of good standing). Slíkt vottorð má ekki vera eldra en þriggja mánaða þegar það berst embættinu.
Nám þitt uppfylli skilyrði tilskipunar 2005/36/EB (letter of confimity)
Hvert það yfirvald eða stofnun sem hefur með höndum útgáfu eða móttöku á prófskírteinum og öðrum skjölum eða upplýsingum sem varða umsókn um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
Með staðfestu afriti er átt við að samræmi milli frumrits og afrits hafi verið staðfest af opinberri stofnun eða útgefanda frumrits.
Gögn fást staðfest hjá viðkomandi skóla (ef nám var stundað á Íslandi), hjá embætti landlæknis eða hjá sýslumanni.
Upplýsingar um íslenska kennitölu má finna hjá Þjóðskrá / Registers Iceland.
Embætti landlæknis innheimtir gjald fyrir útgáfu starfsleyfa, sérfræðileyfa og vottorða vegna starfsleyfa heilbrigðisstarfsmanna.
Útgefin leyfi eru send í pósthólf umsækjanda á island.is
Glati einstaklingur útgefnu leyfisbréfi er ekki hægt að óska eftir endurútgáfu eða afriti af starfsleyfi. Aftur á móti er hægt að óska eftir vottorði sem staðfestir að viðkomandi hafi gilt starfsleyfi.
Þegar ekki er um að ræða gagnkvæma viðurkenningu náms á milli landa ber embætti landlæknis að afla umsagnar umsagnaraðila um nám umsækjanda líkt og kveðið er á um í reglugerð hverrar heilbrigðisstéttar.
Umsagnaraðilar bera nám umsækjanda saman við þær námskröfur sem gerðar eru á Íslandi.
Mikilvægt er að umsókn fylgi lýsing á náminu, listi yfir áfanga, ítarleg innihaldslýsing á öllum áföngum, tímalengd og einingafjöldi, oft kallað course syllabus eða course transcript. Sjá nánar upplýsingar um fylgiskjöl.
Í þeim tilvikum þar sem nám umsækjanda telst að inntaki verulega frábrugðið inntaki náms sem veitir starfsleyfi hér á landi getur landlæknir ákveðið að bjóða umsækjanda upp á uppbótarráðstöfun. Uppbótarráðstöfun getur annað hvort verið í formi aðlögunartíma eða hæfnisprófs.
Með aðlögunartíma er átt við starf innan lögverndaðrar starfsgreinar hér á landi undir handleiðslu starfsmanns með ótakmarkað starfsleyfi í viðkomandi starfsgrein.
Ef embætti landlæknis telur að ekki hafi verið sýnt fram á að nám og eftir atvikum þjálfun umsækjanda uppfylli skilyrði leyfisveitingar getur embættið boðið umsækjanda að starfa á aðlögunartíma.
Embætti landlæknis ákveður lengd aðlögunartíma og markmið hans.
Við lok aðlögunartímans skal kunnátta umsækjanda jafnast á við kunnáttu heilbrigðisstarfsmanns sem útskrifast hefur hér á landi í viðkomandi fagi.
Að lokinni handleiðslu getur umsækjandi þurft að framlengja aðlögunartímann eða bæta við sig frekara námi.
Þú getur fundið upplýsingar um leyfisnúmerið þitt undir "Starfsleyfi" á Ísland.is - mínar síður.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis