Prófskírteini með upplýsingum um nafn og fæðingardag.
Afrit af starfsleyfi (ef það er til staðar)
Good standing vottorð frá lögbæru stjórnvaldi sem gaf út starfsleyfið, sem staðfestir að umsækjandi hafi ekki verið sviptur starfsleyfi og að leyfið sé fullgilt og ótakmarkað. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja mánaða þegar umsókn berst embættinu.
Vottorð frá lögbæru stjórnvaldi sem staðfestir á hvaða stigi 11. gr. tilskipunar 2005/36/EB menntun umsækjanda er. Á eingöngu við ef viðkomandi stétt er löggild í námsríki. Upplýsingar um lögbært stjórnvald.
Ítarlegar upplýsingar um nám. Listi yfir námskeið sem umsækjandi hefur lokið með upplýsingum um einingafjölda, tímalengd, fjölda klínískra stunda, hæfniviðmiðum og ítarlegum námskeiðslýsingum. Staðfest þarf að vera að námslýsingarnar eigi við um umsækjanda og að þær gildi fyrir þau ár sem umsækjandi stundaði námið. Til dæmis ef þú stundaðir nám árin 2019-2024 þurfa námslýsingar að eiga við um þau ár. Athugið að embættið sækir ekki gögn í gegnum hlekki.
Undirritað starfsvottorð. Með upplýsingum um starfsheiti, helstu verkefnum og starfstíma. Valkvætt en gæti verið gagnlegt.