Fara beint í efnið
  • Þegar sótt er um starfsleyfi og sérfræðileyfi þarf ávallt að fylgja með útfyllt, útprentað og undirritað umsóknareyðublað. Viðeigandi umsóknareyðublað má finna á lista yfir heilbrigðisstéttir.

  • Öll gögn skulu send embætti landlæknis í bréfpósti eða afhent í móttöku. Ekki er tekið við umsóknum eða fylgiskjölum sem send eru með tölvupósti (rafrænt).

  • Öllum gögnum þarf að skila inn á íslensku eða ensku. Starfsleyfum og vottorðum má þó skila inn á dönsku, sænsku eða norsku. Skjöl á öðrum tungumálum þarf að láta þýða hjá löggildum skjalaþýðanda. Skila þarf bæði þýðingunni og skjalinu sem var þýtt.

  • Mikilvægt er að skoða hvaða gögnum þarf að skila inn, bæði að teknu tilliti til ríkisfangs og námslands. Athugið að í sumum tilfellum gæti verið óskað frekari gagna.

Erlent ríkisfang

Námsland

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis