Starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna - sækja um
Fylgiskjöl með umsókn um starfsleyfi
Þegar sótt er um starfsleyfi og sérfræðileyfi þarf ávallt að fylgja með útfyllt, útprentað og undirritað umsóknareyðublað.
Öllum gögnum þarf að skila inn á íslensku eða ensku. Skjöl á öðrum tungumálum þarf að láta þýða hjá löggildum skjalaþýðanda. Skila þarf bæði þýðingunni og skjalinu sem var þýtt.
Mikilvægt er að skoða hvaða gögnum þarf að skila inn, bæði að teknu tilliti til ríkisfangs og námslands. Athugið að í sumum tilfellum gæti verið óskað frekari gagna.
Erlent ríkisfang
Námsland
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis