
Þjónustuaðili
Hafrannsóknastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstarf á sviði Mannauðs og miðlunar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
25.03.2025
Umsóknarfrestur
04.04.2025
Sumarstarf á sviði Mannauðs og miðlunar
Hafrannsóknastofnun leitar eftir metnaðarfullum sumarstarfsmanni á svið Mannauðs og miðlunar. Auk mála sem snúa að mannauðsstjórnun eru gæðamál og skjalastjórnun einnig hluti af verkefnum sviðsins. Viðkomandi kemur því til með að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum og fá þannig góða innsýn og reynslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þjónusta og umsýsla mála sem snúa að mannauð
Innleiðing rafrænna lausna í skjala- og mannauðskerfi stofnunarinnar
Þátttaka í mótun, endurskoðun og innleiðingu verkferla
Þátttaka í verkefnum sem miða að bættri skilvirkni í ferlum sviðsins m.a. kerfum
Uppbygging og innleiðing verkefna sem snúa að innri miðlun
Ýmis sérverkefni og önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur
Háskólanám sem nýtist í starfi, mannauðsstjórnun, viðskiptafræði eða tengdum greinum
Jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
Góð almenn tölvuhæfni
Áhugi og færni til að taka þátt í stafrænni umbreytingu.
Góð íslensku og enskukunnátta í rituðu og mæltu máli.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylgja:
Starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga og hæfni umsækjanda sem nýtist starfi. Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. https://www.hafogvatn.is/is/um-okkur/hafrannsoknastofnun/stefnur/jafnrettisaaetlun
Um stofnunina
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Matvælaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki um sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs, vatna og í fiskeldi. Hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 200 manns í fjölbreyttum störfum.
Gildi Hafrannsóknastofnunar eru: Þekking - Samvinna - Þor
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.04.2025
Nánari upplýsingar veitir
Sólveig Lilja Einarsdóttir, mannaudur@hafogvatn.is
Kristín Guðrún Lúðvíksdóttir, mannaudur@hafogvatn.is

Þjónustuaðili
Hafrannsóknastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstarf á sviði Mannauðs og miðlunar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
25.03.2025
Umsóknarfrestur
04.04.2025