
Þjónustuaðili
Menntaskólinn á Ísafirði
Upplýsingar um starf
Starf
Kennari í íslensku 75-100% starf
Staðsetning
Vestfirðir
Starfshlutfall
75-100%
Starf skráð
25.03.2025
Umsóknarfrestur
08.04.2025
Kennari í íslensku 75-100% starf
Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í bók-, list-, verk- og starfsnámi og á starfsbraut. Í skólanum er kennt í stað-, dreif- og fjarnámi. Tæplega 50 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 600. Skólinn hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarnám. Gildi skólans eru virðing, metnaður og vellíðan.
Á heimasíðu skólans, www.misa.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið sem og gæðahandbók skólans en skólinn hefur fengið ISO-9001 gæðavottun . Skólinn hefur sömuleiðis fengið ÍST 85:2012 jafnlaunavottun. Skólinn hefur fengið viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarstofnun og árið 2024 lenti skólinn í 2. sæti í flokki meðalstórra stofnana í Stofnun ársins.
Helstu verkefni og ábyrgð
Kennari í íslensku:
starfar eftir starfslýsingu sem er ítarlega skilgreind í gæðahandbók á heimasíðu skólans, www.misa.is
vinnur með öðrum kennurum sem og með stuðningi öflugs teymis kennslusviðs tungumála
kennir áfanga í íslensku
tekur þátt í faglegu starfi og starfsþróun með stöðugar umbætur í skólastarfi að leiðarljósi
vinnur eftir vottuðu gæðakerfi skólans
Hæfniskröfur
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttri kennslu í stað- og fjarnámi, er fær í samskiptum og fellur vel að aðstæðum og þörfum skólans.
Kennari í íslensku skal hafa:
hæfni og rétt til að nota starfsheitið kennari skv. lögum nr. 95/2019
sérhæfingu í íslensku sem kennslugrein skv. lögum nr. 95/2019
reynslu af kennslu eða starfstengdri leiðsögn
víðtæka þekkingu á íslensku sem tungumáli
faglegan metnað, frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og jákvætt hugarfar
samskiptafærni, þjónustulund og hæfni til að starfa með öðrum sem og að vinna sjálfstætt
reynslu og hæfni í notkun upplýsingatækni, s.s. Office365
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.
Ekki er um starf án staðsetningar að ræða.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil, afrit af prófskírteinum og leyfisbréfum ásamt stuttu kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarvef Starfatorgs. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2025.
Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Áskilinn er réttur til að nýta umsóknina í 6 mánuði frá ráðningu.
Starfshlutfall er 75-100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.04.2025
Nánari upplýsingar veitir
Heiðrún Tryggvadóttir, heidrun@misa.is
Sími: 450 4400 og 849 8815
Dóróthea Margrét Einarsdóttir, dorothea@misa.is
Sími: 450 4400

Þjónustuaðili
Menntaskólinn á Ísafirði
Upplýsingar um starf
Starf
Kennari í íslensku 75-100% starf
Staðsetning
Vestfirðir
Starfshlutfall
75-100%
Starf skráð
25.03.2025
Umsóknarfrestur
08.04.2025