
Þjónustuaðili
Land og skógur
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstarf við girðingar á Norðausturlandi
Staðsetning
Óstaðbundið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
13.01.2025
Umsóknarfrestur
24.02.2025
Sumarstarf við girðingar á Norðausturlandi
Land og skógur leitar að öflugu starfsfólki til að vinna að uppbyggingu og vernd gróðurauðlinda á Íslandi með landgræðslu, nýskógrækt og friðun skóga til að efla hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri landnýtingu. Leitað er að manneskju til að starfa við viðhald girðinga á Norðausturlandi sumarið 2025 og til aðstoðar við önnur tilfallandi verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Viðhald og endurnýjun girðinga á NA-landi
Útkeyrsla á fræi
Gróðursetning
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
Skipulagshæfni, sjálfstæði, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni
Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
Gild ökuréttindi á beinskiptan bíl, kerrupróf kostur
Þekking og reynsla af girðingavinnu er kostur
Umsækjandi þarf að verða orðinn 18 ára
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Framsýn- stéttarfélag hafa gert.
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Tekið er á móti rafrænum umsóknum á Starfatorgi með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um er að ræða 100% starf sem hentar öllum kynjum. Umsókninni skal fylgja ferilskrá og staðfesting ökuréttinda. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní.
Land og skógur er þekkingarstofnun á sviði gróður- og jarðvegsauðlinda og gegnir mikilvægu rannsókna-, eftirlits-, og fræðsluhlutverki við að vernda, endurheimta og bæta þessar auðlindir Íslands með uppgræðslu lands, ræktun nýrra skóga og með því að stuðla að sjálfbærri landnýtingu.
Land og skógur er með starfstöðvar í öllum landshlutum. Á Norðausturlandi starfar girðingafólk á Skútustöðum, Vöglum og í Ásbyrgi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.02.2025
Nánari upplýsingar veitir
Gústav Magnús Ásbjörnsson, gustav.magnus.asbjornsson@landogskogur.is

Þjónustuaðili
Land og skógur
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstarf við girðingar á Norðausturlandi
Staðsetning
Óstaðbundið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
13.01.2025
Umsóknarfrestur
24.02.2025