Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Sumarafleysingar - Læknar/læknanemar

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

15.11.2024

Umsóknarfrestur

31.01.2025

Sumarafleysingar - Læknar/læknanemar

Sjúkrahúsið auglýsir eftir læknum og læknanemum í sumarafleysingar. Um er að ræða störf á bráðamóttöku, lyflækningadeild, skurðlækningadeild (skurð- og bæklunarlækningar) og geðdeild.

Hér geta læknanemar sem lokið hafa 4., 5. og 6. námsári lagt inn umsókn.

Vakni spurningar sendið tölvupóst á Laufeyu Hrólfsdóttur, deildarstjóra mennta- og vísindadeildar á netfangið laufeyh@sak.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Verkefni og ábyrgð í starfi eru í samræmi við það hversu langt umsækjandi er kominn í námi

  • Aðstoðar við sjúkdómsgreiningu, meðferð og eftirfylgd sjúklinga, undir stjórn sérfræðilækna og á ábyrgð yfirlæknis viðkomandi deildar

Hæfniskröfur

  • Hafa lokið a.m.k 4 árum í læknisfræði

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi

  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á.

Með umsóknum skal fylgja staðfesting á um hversu mörgum ECTS einingum er lokið þegar störf hefjast og starfsferilskrá með ýtarlegum upplýsingar þar sem nám og fyrri starfsreynsla er tilgreind.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Sjúkrahússins á Akureyri við ráðningar í störf á sjúkrahúsinu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2025

Nánari upplýsingar veitir

Laufey Hrólfsdóttir, laufeyh@sak.is

Sími: 463-0100

Harpa Snædal, hs0719@sak.is

Sími: 463-0100

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Sumarafleysingar - Læknar/læknanemar

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

80-100%

Starf skráð

15.11.2024

Umsóknarfrestur

31.01.2025