Skoðun ökutækja
Endurskoðunarverkstæði
Ákveðin verkstæði geta bæði sinnt viðgerð og endurskoðun ökutækja.
Þú þarft að fara með ökutækið á endurskoðunarverkstæði áður en fresturinn rennur út.
Viðurkennd endurskoðunarverkstæði
Bifreiðaverkstæðið Pardus, Suðurbraut, 565 Hofsósi
Bílaleiga Húsavíkur, Garðarsbraut 66, 640 Húsavík
Bílaverkstæði Jóhanns Garðarssonar, Austurmörk 13, 810 Hveragerði
Bílaverkstæðið Rauðalæk, Rauðalæk, 851 Hellu
Bílson verkstæðið, Kletthálsi 9, 110 Reykjavík
Bílvogur Auðbrekku 17, 200 Kópavogi
Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
Múlatindur, Múlavegi 13, 625 Ólafsfirði
Þjónusta endurskoðunarverkstæða
Endurskoðunarverkstæði þurfa að hafa bæði aðstöðu og tækjabúnað til að geta endurskoðað ökutæki og einstaka hluta þess.
Hafðu samband við verkstæðið til að athuga hvort það geti framkvæmt endurskoðun að viðgerð lokinni, að öðrum kosti þarf að færa ökutækið til skoðunarstofu til endurskoðunar.
Kostnaður
Hafa þarf samband við viðkomandi endurskoðunarverkstæði.
Eftirlit með starfsemi
Faggildingaraðili tekur út og fylgist með starfsemi endurskoðunarverkstæða. Samgöngustofa hefur einnig takmarkað eftirlit með framkvæmdinni.
Athugasemdir eða kvartanir
Beina ber athugasemdum og kvörtunum til viðkomandi endurskoðunarverkstæðis. Samgöngustofa getur tekið slík mál til frekari afgreiðslu að uppfylltum skilyrðum.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa