Fara beint í efnið

Skoðunarstöðvar fyrir ökutæki

Mismunandi þjónusta skoðunarstöðvanna

Allar skoðunarstöðvar taka á móti fólksbílum og minni eftirvögnum, en mismunandi þjónusta er í boði eftir staðsetningu..

Færri skoðunarstöðvar geta skoðað þyngri bíla og eftirvagna, bifhjól og dráttarvélar. Hafa þarf samband við skoðunarstofu til að athuga hvort og hvar er tekið á móti slíkum ökutækjum.

Kostnaður við að láta skoða ökutæki

Sjá heimasíður skoðunarstofanna.

Eftirlit með starfsemi skoðunarstofa

Faggildingaraðili tekur út og fylgist með starfsemi skoðunarstofa. Samgöngustofa hefur einnig eftirlit með framkvæmd skoðana og gerir tölfræðilegar úttektir.

Athugasemdir eða kvartanir vegna starfa skoðunarstofu

Beina ber athugasemdum og kvörtunum til viðkomandi skoðunarstofu. Samgöngustofa getur tekið slík mál til frekari afgreiðslu að uppfylltum skilyrðum.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa