Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Breyting á notkun ökutækis

Umsókn um skráningu á notkunarflokki sem ekki krefst breytingaskoðunar

Hægt er að sækja um breytingu á notkunarflokki ökutækis með því að fylla út umsókn og skila henni til Samgöngustofu. Þetta á við um eftirfarandi notkunarflokka:

  • almenn notkun

  • ökutækjaleiga

  • fornökutæki

  • eyjaökutæki

  • skoðunarskylt landbúnaðartæki (dráttarvél)

Í sumum tilfellum þurfa ökutæki að gangast undir reglubundna aðalskoðun, breytingaskoðun eða hvoru tveggja áður en skráningu þeirra er breytt.

Dæmi um algengar breytingar sem krefjast breytingaskoðunar á skoðunarstöð:

  • skráning á tengibúnaði

  • torfærubreytingar

  • breyting á notkunarflokki í og úr

    • leigubifreið

    • ökukennslu

    • húsbifreið

  • breyting á fólksbifreið í sendibifreið

  • afhending á VSK-merkjum

Breyting á skoðunartíðni

Ef ökutæki er flutt í notkunarflokk þar sem skoðunartíðni er rýmri en áður, þarf það að fara í reglubundna skoðun nema slík skoðun hafi þegar farið fram á sama almanaksári, óháð því hvenær ökutækið á að fara í skoðun samkvæmt skráningu.

Umsókn um skráningu á notkunarflokki sem ekki krefst breytingaskoðunar

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa