Hægt er að óska eftir breytingu á notkunarflokki ökutækis með því að fylla út umsókn og skila til Samgöngustofu.
Í sumum tilfellum þurfa ökutæki að gangast undir reglubundna aðalskoðun, breytingaskoðun eða hvoru tveggja áður en skráningu þeirra er breytt.
Algengar breytingaskráningar sem skráðar eru í breytingaskoðun á skoðunarstöð eru til dæmis
Skráning á tengibúnaði
Torfærubreytingar
Breyting á notkunarflokki í og úr
leigubifreið
ökukennslu
húsbifreið
Breyting á fólksbifreið í sendibifreið
Afhending á VSK-merkjum
Notkunar- og ökutækisflokkar með rýmri skoðunartíðni
Sé ökutæki fært í nýjan notkunarflokk sem hefur rýmri skoðunartíðni en sá sem ökutækið var í áður, þarf ökutækið að gangast undir reglubundna skoðun, hafi hún ekki þegar verið framkvæmd á almanaksárinu, óháð skoðunarmánuði viðkomandi ökutækis.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa