Fara beint í efnið

Skemmtibátaskírteini

Sækja um skemmtibátaskírteini

Krafa um réttindi

Skipstjórar á skemmtibátum sem eru sex metrar að skráningarlengd eða lengri, þurfa að afla sér grunnþekkingar á öryggisþáttum sem tengjast siglingum og skipstjórn og hafa gilt skipstjórnarskírteini á skemmtibát.

Fylgigögn

Þeir sem ætla að sækja um skipstjórnarskírteini skemmtibáts þurfa að fylla út rafræna umsókn. Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn áður en hún er tekin til afgreiðslu:

  • Læknisvottorð um sjón, heyrn og heilbrigði sjómanna sem er yngra en sex mánaða.

  • Nýleg passamynd - stafræn eða á ljósmyndapappír.

  • Rithandarsýnishorn.

  • Vottorð prófdómara bóklegs prófs (ef um frumútgáfu er að ræða).

  • Vottorð prófdómara verklegs prófs (ef um frumútgáfu er að ræða).

  • Staðfesting á greiðslu .

Gögnin er hægt að senda rafrænt sem fylgiskjöl með umsókninni. Einnig er hægt að senda gögn á netfangið sigling@samgongustofa.is eða í pósti merkt Samgöngustofu, Ármúla 2, 108 Reykjavík. 

Kostnaður

Gjald fyrir umsókn um útgáfu og endurnýjun skemmtibátaskírteina fer eftir gjaldskrá Samgöngustofu. Gjaldið greiðist inná reikning nr. 515-26-210777 í Íslandsbanka. Reikningseigandi er Samgöngustofa kt: 540513-1040. Greiðslukvittun skal senda á sigling@samgongustofa.is.  

Ítarefni

Laga og reglugerðastoð

  • Lög um áhafnir skipa nr. 82/2022, 11. gr

  • Um próf til skemmtibátaskírteinis er að finna í reglum nr. 393/2008

  • Um skírteinið í 17. gr. reglugerðar nr. 944/2020.






Sækja um skemmtibátaskírteini

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa