Bóklegt próf
Tilvonandi skírteinishafar þurfa að hafa lokið bóklegu prófi en ekki er skilyrði að viðkomandi hafi áður setið bóklegt námskeið. Bókleg próf eru samin af Samgöngustofu á grundvelli námskrár sem stofnunin gefur út og fer prófdómari, skipaður af Samgöngustofu yfir úrlausnir og metur færni. Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins, hefur boðið upp á bókleg próf og námskeið til undirbúnings þess.
Verklegt próf
Tilvonandi skírteinishafar þurfa jafnframt að hafa lokið verklegu prófi sem haldin eru af prófdómurum sem skipaðir eru af Samgöngustofu. Nálgast má gátlista prófdómara vegna verklegra prófa á skemmtibát, annars vegar vélskip og hins vegar seglskip.
Viðurkenndir prófdómarar
Listi yfir prófdómara sem skipaðir eru af Samgöngustofu
Þjónustuaðili
Samgöngustofa