Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Umfang sáttameðferðar er breytilegt eftir aðstæðum hvers máls og því hvort foreldrar vilja taka þátt samtölum og vera í virkri sáttameðferð.

Ef foreldri vill að sáttameðferð ljúki, er orðið við því.

Sáttameðferð getur mest náð sjö fundum og getur lengst staðið yfir í 12 mánuði.

Biðtími kann að vera eftir því að mál komist í meðferð hjá sáttamanni og fást upplýsingar um hann hjá viðkomandi sýslumanni. Sjá biðtíma hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn