Fara beint í efnið

Staða fjölskyldumála

hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Ágreiningsmál sem berast fjölskyldusviði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, þurfa að bíða umfjöllunar og er bið sem að neðan greinir.

Upplýsingarnar hér að neðan eiga við um erindi þar sem annar aðilinn leggur inn kröfu og óskar umfjöllunar, úrskurðar eða eftir atvikum sáttameðferðar.

Ekki er biðtími á afgreiðslu mála þar sem er samkomulag, t.d. vegna skilnaða, sambúðarslita, staðfestinga á samningum foreldra um meðlag, lögheimli, forjsá o.fl.

Dagsektarmál

Beiðnir um álagningu dagsekta eru teknar til umfjöllunar þegar þær berast.

Umgengni – Forsjá – Lögheimili
Erindi sem bárust fyrir 30. júlí 2021 hafa verið tekin til umfjöllunar.

Meðlag – Sérstakt framlag - Menntunarframlag

Erindi sem bárust fyrir 30. júlí 2021 hafa verið tekin til umfjöllunar.

Mál sem vísað hefur verið í sáttameðferð

Mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 26. janúar 2021 hafa verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum.

Ættleiðingarmál – Frá Íslenskri ættleiðingu

Erindi frá Íslenskri ættleiðingu eru tekin til umfjöllunar þegar þau berast.

Ættleiðingarmál - Önnur

Erindi sem bárust fyrir 18. maí 2021 hafa verið tekin til umfjöllunar.