Fara beint í efnið

Foreldrar geta gert samning í sáttameðferð og farið fram á að sýslumaður staðfesti samning um forsjá, lögheimili eða umgengni.

Í sáttameðferð getur einnig náðst samkomulag um að mál vegna forsjár eða lögheimilis, umgengni eða dagsekta verði fellt niður hjá sýslumanni.

Foreldrar hafa meiri áhrif á niðurstöðu máls í sáttameðferð heldur en eftir öðrum leiðum og byggir samkomulagið sem næst á því sem foreldrar telja viðunandi og sanngjarnt. Samningur foreldra getur náð til þátta sem ekki eru lagaleg skilyrði til að ákveða um í dómi eða úrskurði. 

Þjónustuaðili

Sýslu­menn