Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Um samvinnufélög, sameignarfélög og sjálfseignarstofnanir

Sameignarfélag (sf.) er fyrirtæki þar sem eigendur eru tveir eða fleiri. Önnur rekstrarform félaga eru til dæmis samvinnufélög, sjálfseignarstofnanir og samlagsfélög.

Sameignarfélag

Eigendur sameignarfélags ábyrgjast með öllum eigum sínum, einn fyrir alla og allir fyrir einn, skuldir félagsins. Ábyrgðin er bein, óskipt og ótakmörkuð.
Félagaréttur á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis

Mikilvægt er að eigendur geri nákvæman og ítarlegan stofnsamning við upphaf rekstrar vegna ábyrgðarinnar sem hvílir á hverjum og einum eiganda.

Sameignarfélag er skráð í fyrirtækjaskrá.

Sameignarfélag sem greiðir laun þarf að skrá á launagreiðendaskrá.

Tvö tekjuskattsþrep gilda um sameignarfélög og fer skattlagning eftir því hvort félagið er skráð sem sjálfstæður skattaðili eða ekki. Ef ekki, eru einstakir félagsmenn skattlagðir eftir eignarhluta.

Nokkur önnur rekstrarform

Samvinnufélög, eru eins og nafnið bendir til stofnuð á grundvelli samvinnu og miða að því að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félaginu, samanber kaupfélögin. Félagatala er óbundin og félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum.

Samvinnufélög þarf að skrá í fyrirtækjaskrá.

Sjálfseignarstofnun, eins og nafnið gefur til kynna, á sig sjálf. Sjálfseignarstofnun er sett upp með ákveðnu stofnfé og með hagsmuni félagsins fer sérstök stjórn. Hvorki stofnendur né stjórnin ber ábyrgð á skuldbindingum.

Sjálfseignarstofnun sem stundar atvinnurekstur, þarf að skrá í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Samlagsfélag er blanda af sameignarfélagi og hlutafélagi. Að minnsta kosti einn aðili ber ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Aðrir bera takmarkaða ábyrgð sem miðuð er við tiltekna fjárhæð eða hlutfall.
Um stofnun annarra félaga á vef rsk.is
Um stofnun sjálfseignarstofnana á vef rsk.is 

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Skatt­urinn