Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara – SEF

Styrkveitingar

Styrkveitingar SEF eru tvenns konar:

Ráðstefnu- og gestafyrirlesarastyrkir

  • Ráðstefnur: Faggreinafélög geta sótt um styrk fyrir 1-2 félagsmenn til að sækja ráðstefnu eða námskeið erlendis og skólameistarar geta tilnefnt 1-2 kennara til að sækja ráðstefnu eða námskeið erlendis. Styrkupphæð er 300.000 kr. á þátttakanda.

  • Gestafyrirlestrar: Faggreinafélög kennara geta sótt um styrk til að fá gestafyrirlestur. Hámarksstyrkur er 100.000 kr. 

  • Sótt er um ráðstefnu- og gestafyrirlesarastyrki að hausti.

Styrkir til sumarnámskeiða

SEF styrkir og getur skipulagt styttri og lengri símenntunarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara, s.s. nám samhliða kennslu (vettvangsnám) sem fer fram á starfstíma skóla og nær yfir heilt skólaár.

  • Fagfélög geta sótt um styrk til að halda greinabundin sumarnámskeið og framhaldsskólar geta sótt um styrk til að halda námskeið fyrir kennara sína.

  • Sótt er um styrki til að halda sumarnámskeið að vori.