Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara – SEF
Styrkveitingar
Styrkveitingar SEF eru tvenns konar:
Ráðstefnu- og gestafyrirlesarastyrkir
Ráðstefnur: Faggreinafélög geta sótt um styrk fyrir 1-2 félagsmenn til að sækja ráðstefnu eða námskeið erlendis og skólameistarar geta tilnefnt 1-2 kennara til að sækja ráðstefnu eða námskeið erlendis. Styrkupphæð er 300.000 kr. á þátttakanda.
Gestafyrirlestrar: Faggreinafélög kennara geta sótt um styrk til að fá gestafyrirlestur. Hámarksstyrkur er 100.000 kr.
Sótt er um ráðstefnu- og gestafyrirlesarastyrki að hausti.
Styrkir til sumarnámskeiða
SEF styrkir og getur skipulagt styttri og lengri símenntunarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara, s.s. nám samhliða kennslu (vettvangsnám) sem fer fram á starfstíma skóla og nær yfir heilt skólaár.
Fagfélög geta sótt um styrk til að halda greinabundin sumarnámskeið og framhaldsskólar geta sótt um styrk til að halda námskeið fyrir kennara sína.
Sótt er um styrki til að halda sumarnámskeið að vori.
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands