Mannauðsstefna
Mannauðsstefna Vinnumálastofnunar miðar að því að fá til starfa, rækta og viðhalda mannauð sem nauðsynlegur er til að stofnunin nái að uppfylla tilgang sinn og markmið og starfsemin endurspegli þau gildi sem stofnunin vinnur eftir.
Eftirfarandi áherslum er ætlað að stuðla að því.
Áætlunargerð:
Gerðar skulu áætlanir um mannaflaþörf í takt við stefnu og áherslur stofnunarinnar.
Til skulu vera starfsgreiningar og starfslýsingar á öllum störfum.
Ráðningar:
Ráðningarferlið miðar að því að ráða til starfa hæfasta umsækjenda hverju sinni og framfylgja lögum og reglum.
Við ráðningar skal leitast við að fá fólk sem er líklegt að samsama sig og vinna í takt við gildi stofnunarinnar.
Ráðningarferlið skal efla faglega ímynd stofnunarinnar og upplýsa skal umsækjendur um stöðu umsóknar svo fljótt sem auðið er.
Halda í og rækta gott fólk:
Taka skal þannig á móti nýju starfsfólki að það nái fljótt að aðlagast vinnustaðnum, tileinka sér þau vinnubrögð sem nauðsynleg eru til að skila góðu starfi og vinni í takt við markmið og gildi stofnunarinnar. Leitast skal við að nýta þá þekkingu sem nýr starfsmaður hefur til framþróunar fyrir starfsemina.
Stjórnendur séu meðvitaðir um mikilvægi hvatningar og endurgjafar og beiti henni markvisst og reglulega.
Lögð skal rækt við að starfsmenn viðhaldi og þrói þekkingu og faglega hæfni þannig að stofnunin sé ávallt vel í stakk búin að veita afburðar þjónustu. Gerð skal einstaklingsbundin þróunaráætlun í tengslum við árleg starfsmannasamtöl. Sérstök fræðslustefna skal vera til.
Starfsmannasamtöl skulu fara fram einu sinni á ári. Fyrir starfsmannasamtölin skal gert frammistöðumat sem yfirmaður og starfsmaður ræða í starfsmannasamtalinu.
Starfsmenn njóta jafns réttar óháð kynferði, aldri, fötlun, kynhneigð, kynþætti, stjórnmálaskoðunum, trú eða þjóðerni. Sérstök jafnréttisstefna skal vera til.
Leitast skal við að bjóða uppá eins mikinn sveigjanleika er lítur að vinnutíma og jafnvægi vinnu og einkalífs og kostur er án þess að það komi niður á þjónustu við ytri og innri viðskiptavini.
Hvatt skal til og stutt við að starfsmenn leggi rækt við eigin heilsu og ástundi heilbrigt líferni. Leitast skal við að vinnuumhverfi og vinnuaðstæður séu aðlaðandi og öruggar. Til skal vera öryggisáætlun
Leitast skal við að starfsfólk stofnunarinnar myndi sterka liðsheild þar sem samskiptin einkennist af hreinskiptni, stuðningi og virðingu. Hegðun sem veldur öðrum vanlíðan og óþægindum verður ekki liðin. Til staðar skal vera sérstök eineltisáætlun.
Launakjör eru ákveðin í kjarasamningum og taka jafnframt mið af einstaklingsbundnum þáttum í stofnanasamningum milli Vinnumálastofnunar og hlutaðeigandi stéttarfélags. Einnig skal leitast við að horfa til frammistöðu starfsmanna, hæfni þeirra til úrlausnar mála og þekkingar á viðfangsefninu við ákvörðun launa.
Starfslok
Vanda skal til viðskilnaðar vegna starfsloka hver svo sem ástæða þeirra er. Leitast skal við að fram fari starfslokasamtal .
Veita skal samstarfsfélögum nauðsynlegan stuðning og upplýsingar þannig að þeir geti áfram veitt viðskiptavinum góða þjónustu.