Fara beint í efnið
Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Starfsþróunar- og fræðslustefna

Vinnumálastofnun leggur áherslu á að starfsmönnum sé gert kleift að viðhalda og efla þekkingu sína og færni í starfi. Þannig telur stofnunin best stuðlað að því starfa samkvæmt gildum sínum um fyrirmyndarþjónustu, áreiðanleika og virðingu.

Fræðsla getur verið í ýmsum myndum en þó er markmið hennar ávallt að auka hæfni starfsfólks. Til fræðslu getur talist öll þjálfun, nám eða ný þekking sem nýtist til eflingar svo sem nýliðafræðsla, jafningjafræðsla, námskeið, ráðstefna, þátttaka í vinnuhópum, nýjum verkefnum eða aukin ábyrgð í starfi .

Starfsmenn eru ábyrgir fyrir að viðhalda þekkingu sinni og þess vænst að þeir hafi frumkvæði af starfsþróun og afli sér hennar í samráði við sína stjórnendur. Fræðslan skal nýtast bæði stafsmönnum og stofnuninni en ein af þeim leiðum til að styrkja sig í starfi er að bæta við sig þekkingu.

Til stuðnings starfsþróun starfsmanna skuldbindur stofnunin sig til að:

Greiða í starfsmenntunar- og fræðslusjóði stéttarfélaga þar sem starfsfólk getur sótt um styrki í samræmi við reglur félagana.

Leggja áherslu á að koma til móts við óskir starfsmanna um námsleyfi sé því viðkomið, í samræmi við þær reglur og verkferla sem stofnunin hefur mótað og gefið út.

Vinnumálastofnun vill stuðla að aukinni faglegri þekkingu og hæfni starfsfólks með því að gefa kost á fræðslu og þjálfun, og skapa starfsfólki skilyrði til þess að það geti þróast í starfi :

Þarfagreining fræðslu skal fara fram í snerpuviðtali að hausti ár hvert og skal greiningin byggja á þörfum starfsmanns, stofnunnar og viðkomandi starfseiningar.

Vinnumálastofnun starfrækir fræðslukerfi þar sem haldið er utan um rafrænt fræðsluefni fyrir starfsfólk. Leitast skal eftir því að hafa fræðsluefnið fjölbreytt og aðgengilegt.

Nýtt starfsfólk skal fá fræðslu og þjálfun við hæfi, og skal stofnunin viðhalda nýliðafræðslu í fræðslukerfi svo starfsmenn megi aðlagast hratt og vel að nýju starfi.

  • Vinnumálastofnun skal styðja við stjórnendur og standa að stjórnendaþjálfun með reglubundnum hætti.

  • Yfirmenn skulu veita stuðning og hvatningu til starfsmanna til að bæta við sig þekkingu og þróast í starfi.

  • Vinnumálstofnun skal árlega leggja mat á upplifun starfsmanna á starfsþróun og fræðslu.

  • Vinnumálastofnun leggur áherslu á að skapa jöfn tækifæri fyrir starfsfólk til starfsþróunar.

  • Vinnumálastofnun telur mikilvægt að starfsfólk skrásetji faglega þekkingu sína og miðli henni með þeim hætti að samstarfsfólk geti nýtt sér.