Fara beint í efnið

Tölum um fólk á flótta

13. desember 2022

Í jóladagatalinu í ár spyrja Randalín og Mundi skynsamlegra spurninga um flóttafólk.

RogM

Í tilefni þess að jóladagatal RÚV í ár fjallar meðal annars um flóttafólk verða á aðventunni birtar upplýsingar tengdar efni þáttanna á heimasíðu Útlendingastofnunar. Upplýsingarnar eru fyrst og fremst ætlaðar börnum og er textanum því ætlað að vera auðlesinn og auðskilinn.

Aldrei áður hafa jafnmörg börn á Íslandi átt bekkjarsystkin og nágranna sem hafa þurft að flýja heimalönd sín. Jóladagatalið er því kærkomið tækifæri til að ræða þessi mikilvægu mál við börn um allt land. Randalín og Mundi eru klárir krakkar sem spyrja margra skynsamlegra spurninga um flóttafólk. Fullorðna fólkið í þáttunum á hins vegar oft ekki til nein svör við spurningum þeirra.

Fyrir þá krakka, foreldra og kennara, sem eru að velta þessum spurningum fyrir sér, vonumst við hjá Útlendingastofnun til þess að upplýsingarnar á vefnum okkar nýtist sem grunnur að góðum samtölum á aðventunni og í framtíðinni.

Umfjöllunina má lesa hér: Tölum um fólk á flótta