Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Framlenging dvalarleyfa á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta frá Úkraínu

10. desember 2025

Ekki þarf að panta tíma í myndatöku

Ákvörðun dómsmálaráðherra um beitingu lagaákvæðis um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta gildir til 2. mars 2027.

Dvalarleyfi á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta sem renna út á árinu 2026 verða því framlengd um eitt ár en þó ekki lengur en til 2. mars 2027.

Handhafar mannúðarleyfa á grundvelli sameiginlegrar verndar eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: 

  • Dvalarleyfi allra einstaklinga sem skráðir eru með lögheimili á Íslandi verða framlengd. 

  • Einstaklingar þurfa ekki að mæta í myndatöku til að fá dvalarleyfi framlengt. 

    • Hafir þú þegar bókað tíma í myndatöku biðjum við þig vinsamlegast um að afbóka tímann á noona.is. 

  • Dvalarleyfishafar munu fá skilaboð í tölvupósti og/eða SMS þar sem fram kemur hvert og hvenær þau geta sótt ný dvalarleyfiskort. 

    • Ef þú getur ekki sótt dvalarleyfiskortið á uppgefinn stað eða innan frests biðjum við þig að senda tölvupóst á netfangið mot@utl.is 

  • Ef kort eru ekki sótt innan þess tíma sem tilgreindur er í skilaboðunum, verður litið á það sem tilkynningu um að fólk hafi flutt frá landinu. Einstaklingar sem ekki sækja kort verða skráðir úr landi.