Fara beint í efnið

1400 umsóknir um vernd á fyrsta ársfjórðungi

15. maí 2023

Óbreytt spá fyrir árið 2023

Dalvegur 18

Útlendingastofnun gaf út þá áætlun í upphafi árs að umsóknir um vernd verði ekki færri á þessu ári en því síðasta. Fjöldi umsókna þá var 4.518 og hefur aldrei verið meiri, sjá frétt um tölfræði ársins 2022.

Í spálíkani stofnunarinnar er gert ráð fyrir þremur sviðsmyndum fyrir 2023 sem byggja á meðalfjölda umsókna um vernd síðustu sex (lágspá), fjóra (miðspá) og tvo (háspá) mánuði ársins 2022.

UTL áætlun q2

Á fyrsta ársfjórðungi 2023 sóttu 1405 einstaklingar um alþjóðlega vernd. Fjórir af hverjum fimm umsækjendum komu frá tveimur löndum: Venesúela (640) og Úkraínu (507). Meðalfjöldi umsókna á mánuði var um 470 sem er næst miðspá stofnunarinnar um mánaðarlegan meðalfjölda umsókna (490). Miðspáin gerir ráð fyrir að heildarfjöldi umsókna á árinu verði rétt undir 6000.

Útlendingastofnun telur að svo stöddu ekki tilefni til að gera breytingar á upprunalegri áætlun. Hún byggir á þeim forsendum að í nánustu framtíð sé hvorki að vænta breytinga á ástandinu í Úkraínu né í komum umsækjenda um vernd frá Venesúela. Fjölmargir óvissuþættir geta haft áhrif til fjölgunar og því er ekki hægt að útiloka að umsóknir á árinu verði jafnvel umtalsvert fleiri. Spáin verður uppfærð á þriðja ársfjórðungi.