Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Tillögur að tekjuáætlun 2026 birtar á Mínum síðum

4. desember 2025

Búið er að birta tillögu að tekjuáætlun fyrir um 68.300 viðskiptavini vegna ársins 2026 á Mínum síðum. Í tillögunni koma fram áætlaðar tekjur hvers og eins á næsta ári.

Útreikningur greiðslna frá TR byggir á tekjuáætluninni og því mikilvægt að hún sé eins rétt og hægt er. Tekjuáætlunin er á ábyrgð hvers og eins og við hvetjum viðskiptavini til að skoða hana vel. Hægt er að skoða tillögu að tekjuáætlun 2026 hér. Ef upphæðirnar eru réttar þarf ekki að breyta neinu, en ef gera þarf breytingar á upphæðum er það gert á Mínum síðum. Við höfum gert stutt fræðslumyndband um hvernig tekjuáætlun er breytt sem finna má hér.

Greiðsluáætlun 2026

Greiðsluáætlun 2026 verður aðgengileg á Mínum síðum seinni partinn í desember. Þar geta viðskiptavinir séð áætlaðar greiðslur á mánuði árið 2026.

Nánari upplýsingar finnur þú á tr.is en einnig er hægt að hafa samband á Mínum síðum TR eða í síma 560 4400, opið kl. 10.00 – 15.00 alla virka daga.