Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Nýtt kerfi – umbætur í þína þágu

29. ágúst 2025

Þau tímamót verða 1. september að nýtt kerfi fyrir örorkulífeyri og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur tekur gildi. Frá því að lögin voru samþykkt í júní 2024 hefur verið unnið hörðum höndum að undirbúningi að þessum umfangsmiklu breytingum.

Heimasíðan hefur verið uppfærð þannig að upplýsingar um nýtt kerfi eru birtar undir viðeigandi málaflokkum. Upplýsingar um eldra kerfið eru einnig aðgengilegar á vefnum.

Vegna hins nýja kerfis erum við nú með tvær reiknivélar á forsíðu tr.is og er önnur eingöngu fyrir útreikninga samkvæmt nýjum greiðsluflokkum frá 1. september, en hin er fyrir ellilífeyri.

Það er okkur tilhlökkunarefni að taka upp nýtt kerfi sem felur meðal annars í sér aukið samráð við aðra þjónustuaðila svo sem heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustur sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og VIRK – Starfsendurhæfingarsjóð. Sömuleiðis eru væntingar okkar að með nýju kerfi getum við veitt enn betri þjónustu.