Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Greiðsludreifing og andmæli vegna uppgjörs

26. maí 2025

Í tilefni af birtingu uppgjörs fyrir árið 2024 hjá viðskiptavinum TR höfum við gert tvö stutt leiðiningarmyndbönd. Annars vegar um hvernig hægt er að dreifa greiðslum á kröfum á Mínum síðum TR og hins vegar um hvernig niðurstöðum uppgjörs er andmælt á Mínum síðum TR, en það er hægt að gera til og með 31. maí næstkomandi.

Greiðsludreifing
Andmæli vegna uppgjörs

Vakin er athygli á að viðskiptavinir geta andmælt niðurstöðum uppgjörs til og með 31. maí 2025 á Mínum síðum TR.

Úrræði vegna niðurstöðu uppgjörs og innheimtu á kröfum

Almenna reglan er að kröfur beri að endurgreiða á 12 mánuðum en sérstaklega er bent á að ef það reynist íþyngjandi er ávallt hægt að hafa samband við TR og semja um greiðslur til lengri tíma. Nánari upplýsingar um úrræði vegna innheimtu má nálgast hér.

Bent er á að ef viðskiptavinur hefur athugasemdir við niðurstöðu endurreiknings er hægt að óska eftir rökstuðningi eða andmæla niðurstöðunni. Nánari upplýsingar má finna hér.

Viðskiptavinir TR sem ekki hafa fengið niðurstöður uppgjörs birtar á Mínum síðum TR, munu fá þær fyrir 1. september næstkomandi. Þar er einkum um að ræða einstaklinga búsetta erlendis eða þá sem hafa skilað skattframtali seint.