Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Eingreiðsla desember 2025

17. desember 2025

Alþingi hefur samþykkt að greiða þeim sem hafa fengið greiddan ellilífeyri, örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri sem og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá TR, eingreiðslu í desember. TR mun greiða hana fyrir helgi.

  • Full greiðsla er 73.390 krónur.

  • Þau sem voru með greiðslur frá TR hluta úr árinu 2025 fá greitt í hlutfalli við fjölda mánaða sem þau fengu greitt.

  • Samkvæmt lögunum er eingreiðslan tekjutengd. Frítekjumark vegna hennar á ársgrundvelli er 1.200.000 krónur, en skattskyldar tekjur, svo sem atvinnutekjur, lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur, umfram frítekjumarkið lækka greiðsluna um 3,3% þar til hún fellur niður.

  • Eingreiðslan er ekki greidd til þeirra sem búa erlendis og verður viðkomandi að hafa haft lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025 til að eiga rétt á henni.

  • Ekki er um að ræða skattskylda greiðslu, en bent er á að hún telst til tekna í uppgjöri hjá TR næsta vor.

Upphæð eingreiðslu miðað við fjölda mánaða hjá TR

Hér má sjá upphæð eingreiðslunnar eftir fjölda mánaða sem einstaklingur var með greiðsluréttindi á árinu sem uppfylla skilyrði eingreiðslunnar.

Fjöldi mánaða Fjárhæð

1 mánuður 6.116

2 mánuðir 12.232

3 mánuðir 18.348

4 mánuðir 24.463

5 mánuðir 30.579

6 mánuðir 36.695

7 mánuðir 42.811

8 mánuðir 48.927

9 mánuðir 55.043

10 mánuðir 61.158

11 mánuðir 67.274

12 mánuðir 73.390

Eingreiðslan fellur niður við u.þ.b. 3.423.930 kr. á ári í tekjur eða 2.223.930 kr. að frádregnu frítekjumarki.

Þrjú dæmi um útreikning eingreiðslunnar:

Dæmi 1

Einstaklingur með 60.000 krónur í lífeyrissjóðstekjur á mánuði samhliða greiðslum TR og 20.000 kr. á mánuði í fjármagnstekjur. Viðkomandi er giftur og skiptast því fjármagnstekjur til helminga á milli hjóna.

Árstekjur: 840.000 kr.

Frítekjumark: 1.200.000 kr.

Tekjur umfram frítekjumark: 0 kr.

Lækkun vegna tekna: 0 kr. (3,3% af 0 kr.)

Eingreiðsla: 73.390 kr.

Dæmi 2

Einstaklingur með 230.000 kr. í lífeyrissjóðstekjur á mánuði samhliða greiðslum TR og 15.000 kr. á mánuði í fjármagnstekjur.

Árstekjur: 2.940.000 kr.

Frítekjumark: 1.200.000 kr.

Tekjur umfram frítekjumark: 1.740.000 kr.

Lækkun vegna tekna: 57.420 kr. (3,3% af 1.740.000 kr.)

Eingreiðsla: 15.970 kr. (73.390 kr – 57.420)

Dæmi 3

Einstaklingur með 260.000 kr. í lífeyrissjóðstekjur á mánuði samhliða greiðslum TR og 70.000 kr. á mánuði í fjármagnstekjur. Viðkomandi er giftur og skiptast því fjármagnstekjur til helminga á milli hjóna.

Árstekjur: 3.540.000 kr.

Frítekjumark: 1.200.000 kr.

Tekjur umfram frítekjumark: 2.340.000 kr.

Lækkun vegna tekna: 77.220 kr. (3,3% af 2.340.000 kr.)

Greiðsluréttur: 0 kr. (3.830 krónur umfram grunnupphæð og því er enginn greiðsluréttur)