Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Breytingar á tekjuáætlun vegna hækkana lífeyrissjóða

26. janúar 2023

Vakin er athygli á að aðeins er hægt að breyta tekjuáætlun 2023 á Mínum síðum TR, í þjónustumiðstöð Hlíðasmára 11 eða hjá umboðsmönnum um land allt. Ekki er unnt að taka við tilkynningum um breytingar í síma eða í tölvupósti.

Merki TR - JPG

Ljóst er að hækkanir greiðslna frá lífeyrissjóðum frá áramótum hafa áhrif á upphæðir lífeyrisgreiðslna frá TR og því þurfa viðskiptavinir sjálfir að breyta tekjuáætlunum sínum. Nauðsynlegt er að viðskiptavinir afli sér upplýsinga hjá eigin lífeyrissjóði/sjóðum um hækkanir og breyti tekjuáætluninni hjá TR í samræmi við þær hækkanir.

Sumir lífeyrissjóðir hafa nýverið sent bréf til sjóðsfélaga um hækkanir um áramót og bent á að hafa samband við TR vegna þessa. Eins og er, er mikið álag á þjónustuver og biðjumst við velvirðingar á þeirri bið sem hefur verið í símaveri og hvetjum viðskiptavini til að uppfæra tekjuáætlanir á Mínum síðum TR.