Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Fjárhæðir í nýju örorku- og endurhæfingarkerfi 2025

Örorkulífeyrir samanstendur af grunngreiðslum og viðbótargreiðslum.

Allar fjárhæðir og frítekjumörk eru fyrir skatt.

Réttindi

á mánuði

á ári

Örorkulífeyrir

396.340 krónur

4.756.080 krónur

Heimilisuppbót

65.709 krónur

788.508 krónur

Aldursviðbót

31.290 krónur

375.480 krónur

Örorkulífeyrir

  • 396.340 krónur á mánuði

  • 4.756.080 krónurá ári

Heimilisuppbót

Heimilisuppbót er fyrir lífeyrisþega sem búa einir.

  • 65.709 krónur á mánuði

  • 788.508 krónur á ári

Hlutaörorkulífeyrir samanstendur af grunngreiðslum og viðbótargreiðslum.

Allar fjárhæðir og frítekjumörk eru fyrir skatt.

Réttindi

Á mánuði

á ári

Hlutaörorkulífeyrir

324.999 krónur

3.899.988 krónur

Heimilisuppbót

65.709 krónur

788.508 krónur

Aldursviðbót

31.290 krónur

375.480 krónur

Allar fjárhæðir og frítekjumörk eru fyrir skatt.

Réttindi

á mánuði fyrir skatt

á ári

Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur

396.340 krónur

4.756.080 krónur

Örorku- og hlutaörorkulífeyrir

Aldursviðbót greiðist eins þeim sem fá örorkulífeyri eða hlutaörorkulífeyri í nýju kerfi.

Aldursviðbót greiðist ekki þeim sem fá sjúkra- eða endurhæfingargreiðslur í nýju kerfi.

Full aldursviðbót greiðist þeim sem eru 18 til 24 ára þegar annað hvort skilyrði endurhæfingarlífeyris voru fyrst uppfyllt eða þegar örorkumat var fyrst samþykkt. Það á við hvort sem fyrsta örorkumatið átti sér stað fyrir 1. september 2025 eða eftir. Fjárhæðin lækkar um 5% frá og með 25 ára fram að 44 ára aldri.

Öll sem fá örorkumat samþykkt í fyrsta sinn 25 ára fá því 95% af fullri aldursviðbót.

Öll sem fá örorkumat samþykkt í fyrsta sinn 43 ára fá 5% af fullri aldursviðbót. Þau sem eldri eru við fyrsta örorkumat fá ekki aldursviðbót. Þegar 44 ára einstaklingur fær örorku- eða hlutaörorkulífeyri fær hann því ekki aldursviðbót.

Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur

Aldursviðbót verður ekki greidd þeim sem eru með sjúkra- og endurhæfingargreiðslur.

Frítekjumörk örorkulífeyrisgreiðslna

Almennt frítekjumark fyrir örorkulífeyrisgreiðslur í nýju kerfi er 1.200.000 krónur á ári.

Allar fjárhæðir og frítekjumörk eru fyrir skatt.

Réttindi

á mánuði

á ári

Almennt frítekjumark

100.000 krónur

1.200.000 krónur

Almennt frítekjumark hlutaörorkulífeyris er 1.200.000 krónur á ári, ásamt sérstöku frítekjumarki vegna atvinnutekna að fjárhæð 3.000.000 krónur á ári.

Allar fjárhæðir og frítekjumörk eru fyrir skatt.

Réttindi

Á mánuði

á ári

Almennt frítekjumark

100.000 krónur

1.200.000 krónur

Frítekjumark vegna atvinnutekna

250.000 krónur

3.000.000 krónur

Frítekjumörk sjúkra- og endurhæfingagreiðslna

Almennt frítekjumark fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslur er 40.000 krónur á mánuði.

Allar fjárhæðir og frítekjumörk eru fyrir skatt.

Réttindi

Frítekjumark á mánuði

Almennt frítekjumark

40.000 krónur

Sérstakt frítekjumark fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslur er 160.000 krónur á mánuði.

Allar fjárhæðir og frítekjumörk eru fyrir skatt.

Réttindi

Tegund tekna

Frítekjumark á mánuði

Sérstakt frítekjumark

Atvinnutekjur

160.000 krónur