Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Hagur stjórnsýslunnar í brennidepli á vorráðstefnu Þjóðskjalasafns

15. maí 2025

Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands fór fram í gær í sjöunda sinn. Ráðstefnan var afar vel heppnuð og vel sótt eins fyrri ár og voru þátttakendur um 150. Yfirskrift hennar að þessu sinni var „Hver er hagur stjórnsýslunnar með skjalastjórn og skjalavörslu?“

Flutt voru fimm erindi frá ýmsum sjónarhornum, frá hendi opinbers skjalasafns, upplýsingaréttar, rannsóknarhagsmuna og afhendingarskyldra aðila. Að erindum loknum sáttu frummælendur í pallborði og spunnust góðar umræður um viðfangsefnið.

Erindi fluttu Heiðar Lind Hansson frá Þjóðskjalasafni Íslands, Ásthildur Valtýsdóttir frá forsætisráðuneytinu, Finnur Þór Vilhjálmsson formaður Rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 1995, Elín Huld Hartmannsdóttir frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Daldís Ýr Guðmundsdóttir frá Landsbankanum. Fundarstjóri var Njörður Sigurðsson aðstoðarþjóðskjalavörður og Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður setti ráðstefnuna.

Sjá nánari upplýsingar um frummælendur, heiti erinda og dagskrá hér.

Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands 2025 - 2

Á myndinni eru frá vinstri: Njörður Sigurðsson, Ásthildur Valtýsdóttir, Finnur Þór Vilhjálmsson, Elín Huld Hartmannsdóttir, Daldís Ýr Guðmundsdóttir og Heiðar Lind Hansson.