Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Ársskýrsla 2024 komin út

27. júní 2025

Ársskýrsla Þjóðskjalasafns Íslands fyrir árið 2024 er komin út. Í henni er að finna upplýsingar um starfsemi Þjóðskjalasafns á síðasta ári.

Starfsemi ársins einkenndist af uppbyggingu og samstarfi í ýmsum myndum. Styrking innviða var áfram í öndvegi og stofnað var nýtt kjarnasvið, skrifstofa fræðslu og rannsókna, og rekstrarsvið var áfram eflt. Þá voru stór skref stigin í vefmiðlun með opnun á nýjum aðalvef safnsins í samstarfi við island.is. Skráning eldri skjala­safna var stóraukin og samhliða lögð rík áhersla á varðveislu einkaskjalasafna. Nýtt skráningarkerfi var tekið í notkun undir lok árs og verður unnið að innleiðingu og þróun þess næstu misseri, svo fátt eitt sé nefnt.

Ársskýrslu Þjóðskjalasafns fyrir árið 2024 má nálgast hér.

Eldri ársskýrslur safnsins má finna hér.