Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Ársskýrsla 2023 komin út

27. júní 2024

Ársskýrsla Þjóðskjalasafns Íslands fyrir árið 2023 er komin út. Í henni er að finna upplýsingar um starfsemi Þjóðskjalasafns á síðasta ári.

Ársskýrsla 2023

Starfsemi Þjóðskjalasafns á síðasta ári einkenndust nokkuð af öryggismálum. Eftir jarðhræringar á Reykjanesi var ráðist í samstarfsverkefni um björgum skjalasafns Grindavíkurbæjar svo tryggja mætti réttindi bæjarbúa þrátt fyrir miklar hamfarir.

Ráðstefnur Þjóðskjalasafns á árinu endurspegluðu einnig mikilvægi þess að öryggi gagna sé tryggt og hlutverk skjalasafna í varðveislu upplýsinga á tímum falsfrétta og gervigreindar, eins og Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður bendir á í ávarpi sínu.

Þá var uppbygging innviða áfram áberandi í starfseminni en góðir áfangar náðust í þeirri vinnu, meðal annars í eflingu mannauðs- og gæðamála, endurnýjun tækjabúnaðar, uppbyggingu stafrænnar varðveislu, svo fátt eitt sé nefnt.

Ársskýrslu Þjóðskjalasafns fyrir árið 2023 má nálgast hér.

Eldri ársskýrslur safnsins má finna hér.