Aðalfundur Hollvinasamtaka Þjóðskjalasafns Íslands
11. október 2024
Boðað er til aðalfundar Hollvinasamtaka Þjóðskjalasafns Íslands miðvikudaginn 30. október kl. 16:00 í fundarsal Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162, 3. hæð.
Tilgangur samtakanna er að treysta tengsl almennings við safnið og auka skilning á mikilvægi varðveislu heimilda um stjórnskipan, stjórnsýslu, borgaraleg réttindi og sögu íslensku þjóðarinnar. Hollvinasamtökin eru öllum opin og frekari upplýsingar um samtökin og skráningu í þau má finna hér.
Dagskrá aðalfundar:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram og rædd
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Tillögur, meðal annars um lagabreytingar ef borist hafa
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og tveggja skoðunarmanna
Önnur mál
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Benedikt Eyþórsson fagstjóri upplýsingaþjónustu Þjóðskjalasafns segja frá upplýsingaþjónustu safnsins.