Viðurkenning á starfsréttindum iðnaðarmanna
29. ágúst 2024
með menntun erlendis frá
Iðnaðarmenn með menntun erlendis frá, sem hyggjast vinna við iðngrein sína á Íslandi, þurfa að fá menntun sína viðurkennda hér á landi og iðnréttindi staðfest en nú hefur verið birtur listi yfir þá einstaklinga sem hafa fengið starfsréttindi sín viðurkennd af Sýslumanninum á Austurlandi.
Frekari upplýsingar má nálgast á vefslóðinni https://island.is/vidurkenning-a-starfsrettindum-idnadarmanna-a-evropska-efnahagssvaedinu
Vakin er athygli að umræddur listi yfir starfsréttindi er ekki tæmandi. Unnið er að því að bæta við listann.