Fara beint í efnið

Viðurkenning á starfsréttindum iðnaðarmanna

Sýslumaðurinn á Austurlandi sér um þetta verkefni á landsvísu.
Netfang: austurland@syslumenn.is
Sími: 458-2700

Iðnaðarmenn með menntun erlendis frá, sem hyggjast vinna við iðngrein sína á Íslandi, þurfa að fá menntun sína viðurkennda hér á landi og iðnréttindi staðfest.

Allar umsóknir eru sendar til ENIC NARIC skrifstofunnar á Íslandi: https://www.enicnaric.is/mat-aacute-naacutemi-til-starfsreacutettinda.html
Á heimasíðu ENIC NARIC er allar nánari upplýsingar að finna.

Ferlið

Uppfylli umsækjandi skilyrði um menntun til starfa í löggiltri iðngrein hér á landi fær hann umsögn því til staðfestingar frá ENIC NARIC skrifstofunni. Ekki er farið fram á frekara nám til þess að vinna hér á landi á umræddu sviði. Hins vegar þarf viðkomandi að afla sér atvinnuleyfis frá Vinnumálastofnun ef hann kemur frá landi utan EES-svæðisins.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn til ENIC NARIC skrifstofunnar:

  • Afrit af lokaprófskírteini frá heimalandi, sem stimplað er af þeim skóla sem veitti það, eða öðrum viðurkenndum aðila.

  • Þýðing á prófskírteininu yfir á íslensku eða ensku.

  • Staðfestar upplýsingar um reynslu umsækjanda af starfi í þeirri starfsgrein sem hann ætlar að vinna við, á íslensku eða ensku.

  • Staðfesting á réttindum viðkomandi í heimalandinu á íslensku eða ensku ef við á.

  • Ljósrit af vegabréfi.

Þegar jákvæð niðurstaða ENIC NARIC skrifstofu liggur fyrir gefur sýslumaðurinn á Austurlandi út leyfisbréf sem staðfestir að menntun og starfsreynsla viðkomandi uppfylli skilyrði til starfa hér á landi.

Kostnaður

Greiða þarf 2.700 krónur fyrir staðfestinguna hjá sýslumanni, kennitala 410914-0770, reikningur 0175-26-10511. Kvittun sendist á austurland@syslumenn.is

Staðfesting á greiðslu ásamt leyfisbréfi er send umsækjanda með bréfpósti eða tölvupósti.

Viðurkennd starfsréttindi iðnaðarmanna

Listi yfir útgefin starfsréttindi.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15