Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sýslumenn Forsíða
Sýslumenn Forsíða

Sýslumenn

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umsókn um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða orðin stafræn

22. mars 2022

Hreyfihamlaðir einstaklingar geta átt rétt á stæðiskorti (P-merki) fyrir hreyfihamlaða til þess að leggja í sérmerkt útibílastæði (P-stæði) sem eiga að vera við þá staði sem fólk sækir þjónustu, s.s. opinberar stofnanir og verslanir.

Umsóknarferlið er að fullu orðið stafrænt. Stæðiskortin eru send heim með pósti og tekur 3-5 virka daga. Einnig er hægt að sækja það á þá skrifstofu sýslumanns sem valin var í umsóknarferlinu. Þá er einnig er hægt að nálgast umsóknina eftir að hún hefur verið send inn á Mínar síður á Ísland.is.

Stæðiskort hreyfihamlaðra veitir handhöfum heimild til að leggja ökutæki í gjaldskyld P-merkt bifreiðastæði án sérstakrar greiðslu og stæði eingöngu ætluð hreyfihömluðum. Vakin er athygli á því að sérreglur kunna að gilda um gjaldskyldu í þjóðgörðum og bílastæðahúsum.

Einnig má leggja ökutæki í viðkomandi EES-ríki þar sem korthafi dvelur.

Umsóknin sækir sjálfkrafa læknisvottorð og mynd í ökuskírteinaskrá Ríkislögreglustjóra. Sömuleiðis er gefinn kostur á að hlaða upp mynd kjósi viðkomandi slíkt.

Á hverju ári sækja um 2.000 manns um stæðiskort. Umboðsvirkni er í smíðum en þá geta foreldrar sótt um fyrir börn sín.

Umsókn um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða og frekari upplýsingar má á Ísland.is.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9.30 - 15
Fös. 9:30 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15